Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Alveg getur gengið fram af manni hroki sjálfstæðismanna

Ég hef ekki mikinn áhuga á að blogga um pólitík, en gat ekki annað en skutlað þessu hér inn:

 

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir blaðagrein í morgun að Jóhanna Sigurðardóttir beri sjálf fulla pólitíska ábyrgð á peningastefnunni og geti því ekki rekið Davíð Oddsson. Kjartan sakar nýja ríkisstjórn um pólitískar hreinsanir.

Kjartan Gunnarsson var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í 26 ár og náinn samstarfsmaður Davíðs Oddssonar.

Hann ritar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann fullyrðir að engin málefnaleg rök séu fyrir því að reka Davíð úr embætti seðlabankastjóra. Peningastefna síðustu áratuga hafi verið byggð á ráðgjöf færustu sérfræðinga og lengi hafi íslenskir hagfræðingar verið fylgjandi þessari stefnu. Þá spyr Kjartan hvort Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra viti ekki að tveir af þremur seðlabankastjórum séu hagfræðingar.  

Hann segir það vera á beina pólitíska og lagalega ábyrgð Jóhönnu ákveði hún að reka Davíð eins og hún hafi boðað. Ákvæði um Landsdóm í stjórnarskránni séu meðal annars til að koma lögum yfir ráðherra sem misbeiti valdi sínu stórkostlega. Jóhanna hafi sjálf, sem ráðherra í síðustu ríkisstjórn, tekið fulla ábyrgð á peningastefnunni með samráðherrum sínum og geti því ekki rekið Davíð.

Kjartan segir að ný ríkisstjorn sé mynduð til bráðabirgða og hafi komist til valda í skjóli ofbeldis. Pólitískt umboð stjórnarinnar sé afar takmarkað. Því sé furðulegt að slík stjórn efni til stórfelldra pólitískra hreinsana. Ráðuneytisstjórar forsætis- og fjármálaráðuneytis hafi þegar verið settir til hliðar.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kveðst líta málið öðrum augum en Kjartan. Þetta sé eðilieg endurskipulagning á eftirlitskerfi á borð við Seðlabankann miðað við aðstæður undanfarið.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, tekur í sama streng. Landið sé í gríðarlegum erfiðleikum vegna efnahags- og kerfishruns og pólitískrar hugmyndafræði sem sé ekki síst runnin úr herbúðum og borin fram af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins  á umliðnum árum. Hann segir þá býsna bratta, Sjálfstæðismenn, að kasta steinum úr glerhúsi þessa dagana.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband