Vanafastur

Beðið eftir þeim fullkomna

Ég er búinn að blogga mikið á .blogspot.com. Eitthvað hefur breyst þar, þannig að allt er orðið svo þungt og erfitt viðureignar, fyrir utan að ég vil hafa möguleika á ýmsu sem er ekki þar.En, ég ger vanafastur. Ég hef áður ætlað að færa mig hingað, en ekkert orðið úr því.Það er ýmislegt sem ég finn löngun til að tjá mig um, en sennilega hef ég hvað mest notað bloggið sem dagbók. Ég hef skrifað um tilfinningar og líðan, gleði og sorg. Sumt er opinbert, annað er geymt og óbirt. Dagbókin spannar frá haustdögum 2008, og fram á daginn í dag. Sennilega er annar lesandahópur hér en á blogspot. Það er örugglega góður hópur sem er hér að blogga, allt annars eðlis en á visir.is. Ég hef skoðað aðeins bloggið þar, en ég ætla ekki að fara að copera brandara, eða velta mér uppúr harmleik annarra eða sorgum. Ég passa ekki inn í visisbloggið.

Ég sá eitt besta myndband allra tíma í gær. Þar var borgarstjórinn okkar að tala itl samstarfsmanna sinna útaf "góðan daginn" deginum. Hann er magnaður, hikar ekki við að grínast í og með og það held ég að sé einmitt eitthvað sem fleiri ættu að gera.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband