24.11.2010 | 10:59
Dísa í framboði #5449
Arndís Einarsdóttir er í framboði á Stjórnlagaþing. Ég er stoltur af Dísu, ekki neitt frekar fyrir framboðið samt.
Ég þarf ekki að lesa hennar áherslur, ég veit að þær eru okkur öllum til góðs.
Hvernig ég veit það?
Á 20 árum höfum við verið nálægt hvort öðru, fjarlægst en nálgast aftur. Dísa hefur ávalt á þessum 20 árum staðið föst á sínum skoðunum um lífið og tilveruna. Kanski heldur róttækari núna en um tíma... samt ekki, bara meira áberandi. Á 20 árum hefur Dísa sáð sínum fræum skoðanna í minn garð, stundum sagt helling, stundum lítið, en samt svo mikið. Ég veit hverjir hennar draumar eru varðandi stjórnarskrána, ekki orð fyrir orð, en í heildina.
Ég er stoltur af henni fyrir það sem hún er sem persóna.
Lífsreynslu Dísu tel ég mun verðmætari en prófin sem hún hefur tekið út úr viðurkenndum skólum, að þeim ólöstuðum.
Það er það sem hún hefur prófað í lífinu, hennar lífsreynsla sem er í mínum huga dýrmætust Það er hennar mesti skóli, Skóli Lífsins.
Að berjast fyrir réttlæti er hennar sérgrein, þar er hún með háskólagráðu.
Fyrirsæta, Dóttir, Systir, Móðir, Maki, Húsmóðir, Verkamaður, Forstjóri, Nuddari og ..já.. viltu vita það? Fylgstu þá með hér..
Flest af þessu hafa konur á hennar aldri prófað, og örugglega margt fleira.
Lífsreynsluna nýtir Dísa til fulls.
Hún hefur safnað visku og þekkingu alla tíð, í þeim tilgangi að nota til góðs. Gott dæmi er vinnan hennar í dag. Hún hlúir að þeim sem mest þurfa á því að halda þessa stundina.
Ég ætla að kjósa Dísu, þó við séum kanski ekki sammála um alveg allt í lífinu, heldur vegna þess að hún er tilbúin að berjast fyrir sínum hugmyndum, sem byggja á réttlæti, virðingu og jöfnuði allra.
Ég þekki Dísu best allra frambjóðanda, og VEIT að hún á heima á stjórnlagaþingi.
Ég þekki Dísu best allra frambjóðanda, og VEIT að henni er fullkomlega treystandi til þess að taka þátt í að semja nýja, raunsæa og skynsamlega stjórnarskrá.
Dísa er heil í því sem hún tekur að sér og henni verður ekki mútað. Ég hef prófað að múta henni með seðlum, hún hló bara af mér..
Arndís Einarsdóttir á kosning.is
Arndís Einarsdóttir á facebook
2.9.2010 | 04:23
Vanafastur
Ég er búinn að blogga mikið á .blogspot.com. Eitthvað hefur breyst þar, þannig að allt er orðið svo þungt og erfitt viðureignar, fyrir utan að ég vil hafa möguleika á ýmsu sem er ekki þar.En, ég ger vanafastur. Ég hef áður ætlað að færa mig hingað, en ekkert orðið úr því.Það er ýmislegt sem ég finn löngun til að tjá mig um, en sennilega hef ég hvað mest notað bloggið sem dagbók. Ég hef skrifað um tilfinningar og líðan, gleði og sorg. Sumt er opinbert, annað er geymt og óbirt. Dagbókin spannar frá haustdögum 2008, og fram á daginn í dag. Sennilega er annar lesandahópur hér en á blogspot. Það er örugglega góður hópur sem er hér að blogga, allt annars eðlis en á visir.is. Ég hef skoðað aðeins bloggið þar, en ég ætla ekki að fara að copera brandara, eða velta mér uppúr harmleik annarra eða sorgum. Ég passa ekki inn í visisbloggið.
Ég sá eitt besta myndband allra tíma í gær. Þar var borgarstjórinn okkar að tala itl samstarfsmanna sinna útaf "góðan daginn" deginum. Hann er magnaður, hikar ekki við að grínast í og með og það held ég að sé einmitt eitthvað sem fleiri ættu að gera.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 06:50
Ekki gaman eða.... nei ekkert gaman bara
Búinn að berjast við erfiða konu í tvö már.
Ég held að ég sé að sleppa úr hennar klóm.
Ég svaraði ekki símanum þegar hún hringdi fyrir 3 dögum síðan og þá fékk sætt sms frá henni:
"Huglausi ræfill! Hrædist tig ei og hef mina hjalp gagnvart ter torir ei ad svara einu sinni"
Þetta var saklaust miðað við margt annað sem hefur gengið á hjá okkur á þessum tveimur skelfilegustu árum lífs míns. Ég á éftir að taka erfiðar ákvarðanir.
En þetta er bar smá prufutest á moggabloggaranum
Njótið dagsins
2.4.2010 | 06:52
Humm bloggar eða bloggar ekki
Alltaf spurning..
En það er merkilegt með mig, mér finnst ótrúlega nauðsynlegt að blogga.
Er samt smá saman að fara það djúpt að þetta er meira orðið af dagbók sem ég birti ekki.
Þannig er það þegar uppgjör 40-50 ára er gert að þá þarf að moka miklu til og hreinsa út. Er ekki bara mál til komið?
Kanski færi ég mig hingað aftur, hver veit
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 19:18
Farið hefði fé betra
Bush er látinn - mistök í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)